Saturday, April 28, 2007

sumar sumar




Það var rosa gott veður í gær!! nokkrar sumar myndir hérna... heitt í dag en ekki sól og ég sem ætlaði í sólbað !!
efsta myndin er tekin í gær og líka nr.2 en neðsta um daginn þegar pabbi var hjá mér :)

Friday, April 27, 2007

þessi er erfið......

Halló palló.. Heiðdís!!!!!!!!!!!! hvað klikkaði.... Simmi kom fyrstur með réttu svörin :) þessi er þokkalega erfið.. er úr nokkrum myndum, try to guesssss!!!

1.H: You know, I think you're a very special unit. I: That's sweet. H: I hope we get to know each other better. I: Yeah, me too. H: Do you swallow?

2. inn út inn inn út

3. Egg, Egg!!!!

4. Shooter: stay out of my way.. or you´ll pay!
H : How about I just go eat some hay? Or can go lie by the bay. I just may, what do you say?

5. G:Yes, you can milk anything with nipples
J: I have nipples, G. Could you milk me?

6. M: Life´s a box of chocolated, F. You never know what you´re gonna get

7. Houston, we have a problem.

8. Show me the money

9. Keep your friends close, but your enemies closer.

Seee you sooooonnn...... það er geðveikt veður hér og á að vera svona fram í næstu viku..bara 20-25 stiga hiti og sól :)

Thursday, April 26, 2007

gjörðu svo vel heiðdís...


hæhæ
ókey... 23 stiga hiti í dag og næstu daga :) ég veit.. :) love it :)
en Dagný gat síðustu setningu þannig að nú kemur ný....
Ég og Heiðdís horfðum mikið á Dumb and Dumber þegar við vorum yngri og því er ég með eitt skemmtilegt... þetta eru 3 setningar úr myndinni og þið eigið að geta hver segir þær og við hvern :) það hafa allir séð dumb and dumber !!
1. Killer boots men
2. why are you going to the airport? flying somewhere?
3. for godsake!! just give me the dam number!!

jæja Heiðdís.. hversu vel mannstu eftir þessari mynd :) hinir meiga líka giska :)
Soldið erfitt held ég !!

Wednesday, April 25, 2007

setning nr.2

ókei.. soldið erfitt að vera með íslenskar myndir.. Næsta setning er úr erlendri bíómynd sem flestir hafa örugglega séð :)
Hljómar svona : If I'm not back in five minutes - just wait longer! (einn fyndinn segir þetta )

annars er löppin ágæt - ógeðslega heitt í dag og ég var í sólbaði :) - ætla að flytja eftir helgi til jóhönnu !

sjáumst eftir nokkra daga ;) Bí ESS

Tuesday, April 24, 2007

leikur :)

hey.. ég ætla að byrja með skemmtilegan leik hérna á síðunni.. ég ætla að koma með setningu úr íslenskri bíómynd eða íslenskum þáttum :) og þið eigið að geta.. kem með eina sirka á dag :)
Fyrsta hljómar svona : hversu marga daga í röð þarf maður að klappa apanum áður en maður verður blindur - heilsa forsetanum ??? ( sagt af manni við annann mann )

ekkert að mér maður :)



húrra húrra... endaði í gær með að fara upp á skadestue og láta kíkja á mig því ég gat ekki sofnað fyrir verkjum.. (aumingi kannski) var send í röntgen því læknirinn gat ekkert kíkt á þetta fyrir bólgu og e-ð! Er semsagt bara ekkert að mér :) var búin að hugsa að ef þetta væri e-ð slæmt þá myndi ég bara fara heim :) haha.. en nú get ég vonandi farið að æfa aftur bara um helgina.. tek kannski nokkra daga í frí :) þó það sé erfitt :)
nú sit ég bara heima og tek sjálfsmyndir og ét flodeboller :)

Monday, April 23, 2007

Allt búið

þá er það svart... búin að slasa mig!!!! var á boxæfingu og lennti e-ð illa og sárverkjar í helvítis löppina! snéri mig ekki, heldur e-ð annað.. ætla að setja löppina upp í loft og taka fullt af bólgueyðandi því þetta var klárlega ekki á dagsskrá núna :( er alltaf jafn svartsýn og held að ég geti ekkert æft fyrr en ég kem heim... vonum það besta :) djöfull er mér samt ill.................................

Sunday, April 22, 2007

Færeyska

http://media.internet.fo/dov070322.wmv

tjekkið á þessu... þetta er ógeðslega fyndið :) haha.. þetta eru færeyskar fréttir! Dagur og vika heitir fréttastöðin og gaurinn með íþróttirnar heitir Stendur Svangaskarð :)
Faðir vár, tú sum ert í himlunum! Heilagt verði navn títt;
komi ríki títt, verði vilji tín
sum í himli so á jørð;
gev okkum í dag okkara dagliga breyð;
og fyrigev okkum skuldir okkara,
so sum vit fyrigeva skuldarum okkara;
og leið okkum ikki í freistingar; men frels okkum frá tí illa.
Tí at um tit fyrigeva monnum misgerðir teirra,
so skal himmalski faðir tykkara eisini fyrigeva tykkum;
men fyrigeva tit ikki monnum,
so skal faðir tykkara ikki heldur fyrigeva misgerðir tykkara.
Amen!

Lítil Prinsessa


Danmörk eignaðist líka litla prinsessu í gær.. Við sátum einmitt á bar í gær og þá var öllum á staðnum boðið upp á staup og svo var skálað fyrir prinsessunni :) Danir eru ekkert smá glaðir með þetta :) Til hamingju Fredrik og Mary ;)

hellú



ja Guðrún kom til köben á Fimmtudaginn :) Kíktum út á lífið um helgina og ætlum svo í Tívolíið á eftir!!! Stelpur!!! Við Guðrún ætlum að halda partý þegar ég kem heim þar sem verður bara drukkið Strawberry dequry ! eins og Guðrún er að sleikja á einni myndinni :) ógeðslega gott....mmm...
Nú er bara minna en mánuður þangað til ég kem heim til Íslands.. Hlakka rosa mikið til því það er nú alltaf gaman heima á sumrin... :)
veit einhver afhverju ég get ekki sett fleiri myndir inn á fotki.com? virðist ekki vera meira pláss :/

Kíkiði inn á síðuna hans Kidda!! fyndið sem hann skrifar stundum :) kiddigeir.bloggar.is :) mana ykkur að skoða gamlar færslur, svona þegar þið hafið ekkert að gera... :)

Tuesday, April 17, 2007

spurning til ykkar...

spá spurningar til ykkar..
Af hvaða mat fær maður hægðatregðu ?
og afhverju fær maður hjartslátt í magann, þegar maður liggur á maganum?
kannski bara ég ...

Monday, April 16, 2007

Sunday, April 15, 2007

gleðilegan dag...

Nú er allt að gerast hérna... sólin er komin hátt á loft og allir í sumarskapi :) Pabbi kom í vikunni í heimsókn og var rosa gott að fá family member hérna út :) Það var pínu þröngt hérna í holunni en þetta var bara rosa fínt... Við gerðum margt.. fórum að versla, í bíó, í tívoli, ströndina og helling smelling :)
Vitiði hvað amma mín fékk í afmælisgjöf !!!!!!!!!!!!!! Ferð út hérna til köben með öllum kjellingum í familyunni :) Þær sem koma eru mamma, ester, dagný, magga, þórdís, heiðdís, amma, guðný og stína :) þær ætla að koma 17.maí og fara svo samferða mér heim 21.maí :) Þetta verður svakalega gaman.. verðum bara á hóteli þannig að maður getur slakað aðeins á áður en ég fer heim :) Það er rétt mánuður þangað til og það er svoooo stutt í að ég fari heim .. kem örugglega aftur hingað :) þetta er alveg geggjað :)
er að reyna að taka mynd af einum gaur hérna sem ég sé alltaf reglulega.. er bara aldrei með myndavélilna mína á mér þegar ég mæti honum.. hann er ógeðslega fyndinn.. þetta er gamall kall með mikið grátt skegg, lítill og hjólbeinóttur.. svo er hann í loðkápum og með konuhatta og konuveski... gengur í háhæluðum skóm, svona ömmulegum :) og er líka með geðveikt mikið af hringum .. haha.. hann er fyndnasti gaur sem ég hef séð.. alveg að reyna að vera kona.. en whats up with the beard :)
íslendingum vantar svona góðar setningar til að segja við fólk svona þegar það fer..æji sko... eins og ég segi hér: have a nice day, eða evening... hvað segir maður á íslensku ?? hafðu það gott í dag.. fólk myndi bara!! what!!! róleg...
Er annars að reyna að setja myndir.. vantar pláss eða e-ð... vonandi tekst það fljótlega :) heyrumst annars bara ... bæjó

Thursday, April 12, 2007

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AMMA!!


Elsku besta Amma Lóa mín á afmæli í dag :) stórafmæli meira að segja :) Ég vil óska henni rosalega - ógisslega - innilega - ótrúlega - afskaplega til hamingju með daginn!!! Ég elska hana því hún er æðisleg, skemmtilegasta amma í heimi held ég ;) Vildi að ég væri í afmælinu hennar núna :( en við gerum bara annað skemmtilegt í Maí ;)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU AMMA MÍN :******

Tuesday, April 10, 2007

spurning um bara að fara að grenja.....


Vá hvað það er vont þegar einhver er ekki ánægður með það sem maður er búinn að gera við hárið á þeim :/ og ef hann er útlendingur og brjáluð kelling... Klippti toppin á konu í dag og hún bara brjálaðist.. this is stupid!! ég vara shjit.. þetta var bara geðveikur miskilningur.. nenni ekki að segja frá því.. en hún strunsaði út og var crazy.. ég fór bara strax og vaskaði upp!! leið ekkert smá illa... Ég reyni að hugga mig við það að það eru vonandi fleiri sem er ánægðir með mig en hitt :( gráti gráti gráti... gott að pabbi er komin til mín :)
Annars þá át ég svo mikið um pásknana að mér líður eins og hlunki!! á páskadag fengu ég og Birgitta okkur pizzu kl.4 og súkkulaði og sonna.. svo fór ég út í sjoppu og keypti kjúklinga natsjos og franskar og majónes...mmmmm... erfitt að rífa sig upp úr þessu svo í gær.. spurnig hvort maður verður svona eins og á myndinni þegar maður kemur heim :) hahahahahahah....

Friday, April 6, 2007

gleðilega páksa :)


Rosalega er gott að hafa svona páska... Bara í löngu fríi og afslöppun :) Ég er búin að gista bara hjá Birgittu síðustu 2 nætur, nenni ekki alveg að hanga ein hérna heima :) sofum bara 3 upp í hjóarúminu.. rosa kósi :)
Fórum í Bakken í gær og ég hélt að líf mitt myndi enda í einu tækinu!! þetta var svona rosalegt tæki sem var í svona 3 mínútur.. allt of langt!!! Fór líka í svona þar sem manni er skotið upp og svo pompar maður aftur geðveikt hratt niður.. en það var svo stutt að maður gat ekki alveg liðið brjálæðslega illa í því eins og hinu! hlógum bara allann tíman í því,, og eftir á.. veit ekki alveg afhverju :) Þegar ég fór að sofa í gær þá var ég bara mega ringluð.. var ennþá bara hálf svona e-ð.. Ég myndi ekki fara í þetta tæki ef ég væri þið !!
Kalli hringdi í mig í gær.. er mættur til köben til að djamma að sjálfsögðu :) Þannig að það verður partýast í kvöld og morgun allavega :) Birgitta ætlar að hafa smá partý og sonna þannig að þetta verður bara mega gaman :)
Svo kemur Pabbi á þriðjudaginn... Hlakka rosa til :) annars er mega stutt í að ég fari heim finnst mér... það verður líka gaman :)
Njótiði páskana eins og ég og slappið af :) love you :**

p.s var að hugsa um að fá mér vespu í staðinn fyrir hjólið :) Flott!!

Tuesday, April 3, 2007

Góðann Daginn!!


þegar ég flyt í framtíðinni þá ætla ég alltaf að flytja í húsið hliðina á :) Er sem sagt að flytja núna í herbergið hliðina á og það er rosa fínt.. þarf ekkert að pakka og sonna!!! Bara fer hundrað ferðir eða svo :) Þetta herbergi er miklu minna þannig að ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma öllu draslinu mínu fyrir :) spurning hvort það sé kominn tími til að taka aðeins til í dótinu sínu ;)
Er ekki soldið skrýtið að labba kannski í hverfi í svona hálftíma og mæta svona 5 rónum sem snýkja pening af þér.. lennti í því í gær að labba heim í svona hálftíma MAX og mætti svona gæjum... Þetta er sama vegalengd og ég labba t.d. frá Hlínsu og heim!! Væri gaman að mæta nokkrum rónum þar.. maður spyr sig... Hafnarfjörður er nú þokkalega nice bær :)
jæja.. held áfram að flytja, Rakel fer svo í kvöld :) jiibbbý... DJÓK

Myndin er tekin þegar ég fór að horfa til svíþjóðar og hugsa um kærastann ;) hehe

Monday, April 2, 2007

HJÁLP

ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvort það væri ekki kominn tími til að sjóða e-ð af þvottinum mínum... Hef aldrei gert það hér en mamma gerir það heima, sýður handklæði, naríur, tuskur og e-ð! Þannig er að þvotturinn minn er ekki hvítur lengur.. frekar svona grár :/ ég veit að ég get soðið hvítar naríur og handklæði en spurning til ykkar!!! Má ég sjóða rauðar, lilla grænar og bleikar naríur??? lita þær kannski þvottinn??
Erfitt líf maður :)