Friday, April 6, 2007

gleðilega páksa :)


Rosalega er gott að hafa svona páska... Bara í löngu fríi og afslöppun :) Ég er búin að gista bara hjá Birgittu síðustu 2 nætur, nenni ekki alveg að hanga ein hérna heima :) sofum bara 3 upp í hjóarúminu.. rosa kósi :)
Fórum í Bakken í gær og ég hélt að líf mitt myndi enda í einu tækinu!! þetta var svona rosalegt tæki sem var í svona 3 mínútur.. allt of langt!!! Fór líka í svona þar sem manni er skotið upp og svo pompar maður aftur geðveikt hratt niður.. en það var svo stutt að maður gat ekki alveg liðið brjálæðslega illa í því eins og hinu! hlógum bara allann tíman í því,, og eftir á.. veit ekki alveg afhverju :) Þegar ég fór að sofa í gær þá var ég bara mega ringluð.. var ennþá bara hálf svona e-ð.. Ég myndi ekki fara í þetta tæki ef ég væri þið !!
Kalli hringdi í mig í gær.. er mættur til köben til að djamma að sjálfsögðu :) Þannig að það verður partýast í kvöld og morgun allavega :) Birgitta ætlar að hafa smá partý og sonna þannig að þetta verður bara mega gaman :)
Svo kemur Pabbi á þriðjudaginn... Hlakka rosa til :) annars er mega stutt í að ég fari heim finnst mér... það verður líka gaman :)
Njótiði páskana eins og ég og slappið af :) love you :**

p.s var að hugsa um að fá mér vespu í staðinn fyrir hjólið :) Flott!!

7 comments:

Anonymous said...

Var að skoða myndirnar.Það var mjög gaman að skoða síðuna þína.
Vona að þú hafir það gott.
Kveðja afi Kristján :)

Anonymous said...

hey þar sem ég er alveg flutt í herbergið þitt er ég að spá í að breyta því aðeins,taka niður hilluna fyrir ofan sjónvarpið og fleiri minor changes..mála kannski líka og eitthvað

Anonymous said...

HÆÆ Gleðilega páska Bryndis mín.
Ætla að vera eitthvað á msn í dag, vonandi get ég hitt á þig.

Anonymous said...

Gleðilega páska :)

Anonymous said...

Gleðilega páska, Dagur biður að heilsa þér.

Guðni frændi

Anonymous said...

Hæ Sæta!! Hitti Ester systir þína í gær og hún sagði mér frá þessari síðu ferlega gaman að geta kíkt á hvað þú ert að bralla :) Hlakka mikið til að hitta þig þegar þú kemur heim er sárlega farin að vanta klippingu hehe hey veit ekki hvort þú ert búin að frétta að ég fékk stelpu 1 mars o hún á að heita Bryndís nei djók erum ekki búin að finna neitt nafn ennþá :) getur kíkt á myndir á Barnaland :) heyri vonandi frá þér fljótlega hafðu það gott og gleðilega páska Kveðja Birna (aþenuskvíz)

Anonymous said...

gleymdi að setja slóðina á síðunni það er www.barnaland.is/barn/14353 Bæjó Birna