Thursday, February 22, 2007

Blessaðir danirnir...

Það sem sagt snjóaði aðeins í gær og allar samgöngur hér í danmörku eru í lamasessi!! Átti að mæta í vinnuna klukkan 9 í morgun en mætti hálftíma of seint.. þær reyndar líka þannig að þetta var allt í lagi :) Það er svona 5cm max af snjó hérna og allt fer úr böndunum.. bara fyndið :)
Ég fór í gær í svaka flotta fitness stöð í mollinu hérna rétt hjá sem heitir fitnessdk. Þetta er ein flottasta stöð sem ég hef séð.. ég er að fara á eftir með Birgittu (á stofunni) og hún ætlar að hjálpa mér að kaupa kort..Það eru ótrúlega mörg upphitunartæki og lyftingartæki.. svo er allt í svona nuddgaurum.. ég endaði tímann í gær á svona stól sem er ekki með neinu sæti heldur er nudd í rassinn sem snýst í hringi!! Bara gott :) sundlaug og allt....
Fórum einnig til Veru í gær... yeh... rosa flott íbúðin en hún er öll á hvolfi því hún er að gera nýtt eldhús.. Herbergið mitt er frekar stórt með sjónvarpi og svo sagði Vera að hún gæti látið mig fá tölvu og allt.. Fín kona! Þær reykja reyndar báðar sem er ókostur en maður verður líklega að venjast því hérna í danmörku því það er reykt allstaðar! Parken er 5mín frá sem er íþróttaleikvangur.. ætla að biðja strák sem var í mínu herbergi sem heiti Hilmir að fara með mér þangað og tjekka með FCK.. Hann er körfuboltastrákur og fór sjálfur þangað og talaði við þá og spilar held ég e-ð þar körfu.
Annars þegar veðrið er svona, snjór og sonna.. þá nennir maður ekkert að þvælast neitt.. fór reyndar með mömmu áðan að láta taka mynd af mér í strædó, metró, lestapassann :) ömurlegt tæki vegna þess að ég settist bara og beið eftir einn, tveir og nú og var bara að skoða mig og æfa svipina og þá bara kom flass.... og ég var bara að horfa upp í loftið :) haha. fyndin mynd samt, týmdi ekki að taka aðra :) ég verð bara að vinna á stofunni þrið, mið og föstudaga.. þannig að ég hef nægan tíma til að gera allt sem mig langar til :) Svo kannski vinn ég meira þegar það vantar... en Rakel nýja vinkona mín er líka með daga í fríi þannig að við getum gert e-ð skemmtilegt..
Nóg í bili... sjáumst bráðum Þóra, Dísa, Þórdís, Sigga, Stína, Guðný... hehe.. fleiri kannski?

3 comments:

Þórdís said...

Sælar gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá þér þarna úti! Bara vera í tjillinu enda líka ekki annað hægt þar sem Danir eru frekar tjillaðir:D en ég er komin með númerið þitt og hringi í þig þegar ég kem út 17.mars;) se you then

Anonymous said...

Byrjaðu að reykja. Það væri fyndið ef þú værir bara komin í hóp stórreykingamanna þegar þú kemur heim.
Jæja neinei, ekkert vera að því, bölvaður helvítis óþverri.
love you bæææ.

heidi said...

bidda, það á víst að vera geðveikt bókasafn þarna! um að gera að taka upp nýja siði og byrja bara að lesa eins og medla, en ég hringi í þig á eftir, i have a surprize to tell you! ;) ekkert samt geðveikt merkilegt, svo að þú verðir ekki öll tuned up..