Sunday, March 11, 2007

Sumarfílingur :)

púff... ég eignaðist sænskan kærasta í gær :) Það var rosa fínt.. hann er reyndar farinn aftur til Svíþjóðar og ég sé hann aldrei aftur.. en það er líka allt í lagi! Hann var bara heitur.. án djóks.. að sjálfsögðu var hann með rakað hár, skegg og geggjað flottur.. Talaði reyndar eins og Lína Langsokkur sem var kannski ekki alveg að virka :)

Það sem er búið að vera að gerast...ehh..
  • veðrið er orðið ótrúlega fínt.. held að það hafi verið 12 stiga hiti í dag
  • sef orðið alltaf til 4 á sunnudögum :/
  • gat hneppt gallajakkanum mínum... vúhú.. gat það síðast held ég þegar ég var með nikka eða ed.. sem er svo lang síðan að ég man það ekki skiluru....
  • sakna Brynhildar Evu mest :)
  • kann ekki að búa til myndasíðu þannig að það kom ekki myndir strax!!
  • er búin að fara út í fótbolta með krökkunum í "hverfinu" voða fínt að komast aðeins í fótbolta þó það sé bara með þeim
  • er nánast bara búin að kynnast fólki frá keflavík eða sandgerði.. weird...
  • hef aldrei á æfinni held ég labbað svona mikið eins og ég geri hér...
man ekki meir í bili.. kann ekki að taka undirlínuna þarna uppi... en vitiði .. mér finnst að Ísland ætti að senda allar feitabollur til Danmerkur.. Því það eru allir e-ð sem helthy hérna... allir að hjóla, labba, hlaupa eða e-ð! Það er t.d. enginn án djóks feitur í ræktinni sem ég er í !! pælið í því... svo ísland getur bara sent feitabollur hingað og gefið þeim hjól og bannað þeim að kaupa sér bíl.. þá væri þetta komið :) Sniðugt!!!!! :)

Jæja... það er víst londryday.. þarf að þvo skítugu fötin mín...
sé ykkur soooon
Bryndís

3 comments:

Anonymous said...

gaman að sjá hvað þu ert alltaf góð í enskuni..hehe..
Og mjög lélegt að þú sakknir mín ekki mest!!
Annars er rúmið þitt helvíti þægilegt,muhah..:)

Anonymous said...

Þú ert alveg að meika það þarna úti sem er geggjað:) Þú verður að skrifa okkur hösl sögur af þér.....hehehe ekki það að manni komi það neitt við:)
En það er í lagi að tala asnalega ég meina David Beckham er ekki með fallegustu röddina en ég mundi ekki láta það stoppa mig hehehe;)
heyrumst skvísi
Kossar og knús
Eva Þórunn

Anonymous said...

Dagný.. enga helvítis gaura í mitt rúm!! Ég kem örugglega með nýja hössl sögu næstu helgi ;) David beckham klikkar heldur ekki... shet...