
Hæhæhæhæhæh.... hvað segiði???
Það er alltaf nóg að gera hjá mér.. kannski ég segi ykkur aðeins frá þvi :)
Ég og Rakel fórum á þriðjudaginn í hjólatúr út um allt hér í köben, út á strönd, í christianiu og fleiri staði :) Það var rosa gaman fyrir utan að ég er ennþá að jafna mig í klofinu :/ leigðum sem sagt hjól sem var ekki með nógu mjúkum hnakki!!! Við vorum rosa spenntar að fara í christianiu.. komum þarna inn fyrir og maður var búin að búa til einhverja mynd af þessu en þetta var ógeðslegt!! Einkenndist af ljótu, fullu og skrýtnu fólki. Svo byrjaði bryndís bara að taka vidjó og myndir og sonna... Þangað til einn gæji bara : NO pictures!! og allir horfðu á mig.. ég bara shit.. Rakel drullum okkur í burtu!! Rakel var svaka róleg bara en mér var ekki farið að standa á sama!! Ég var ekki alveg að finna mig þarna inni :) Það voru samt einhverjar löggur þarna sem var ágætt :) Kíktum svo aðeins niður á strönd - það á greinilega eftir að hreinsa hana soldið en það var fínt að leggjast aðeins niður í sandinn og hvíla sig (aðalega í klofinu!!)
Annars er ég að fara að kaupa mér hjól á morgun eða mánudaginn!! Nú þegar Rakel er að fara þá finnst mér betra/öruggara að vera á hjóli svona á kvöldin þegar maður er að labba þessar götur hérna.. Istegade og sonna.. t.d í gær þá var ég að koma heim um 1 leytið (um nóttina), var á röltinu bara hérna rétt hjá.. Það er sko fullt af mellum á götunum hjá istegade.. og ég á sem sagt heima rétt hjá þeirri götu! ég er að labba í mínu stutta pilsi og stutta glyðru jakka (oj.. sjáiði mig fyrir ykkur) hehe.. allavega.. þá keyrir bíll framhjá og bara kvasakvasakvasa.. segir e-ð kjaftæði við mig og ég þykist ekki heyra.. svo labba ég bara áfram og þá snýr hann við!! great.... og keyrir aftur framhjá.. örugglega að spurja how much eða e-ð :) mér fannst þetta ekki nett!!! þannig að ef ég væri á hjóli þá myndu kallarnir ekki halda að ég væri mella :)
Fór í diskókeilu í gær - það var geðveikt gaman :) tunna af bjór og fullt af liði... þegar klukkan var að verða 12 þá voru nokkrir búnir að hrinja inn á brautirnar.. hehe.. ekki ég samt sko ;) Ég var búin að sjá svaka sætann gæja þarna og Birgitta var búin að segja að ég væri aumingi ef ég færi ekki að tala við hann.. þú sérð hann aldrei aftur þannig að þú tapar engu á því sagði hún!!! ég pikkaði í hann og sagði : I think your HOT!!! Og vitiði hvað hann sagði ... hhehehe.. sagði bara thanks :) ég hélt að ég myndi springa úr hlátri..
Var að setja nokkrar myndir líka....
ehh... já ... er að fara að æfa box 2-3 sinnum í viku :) það verður gaman... bara útihlaup, armbeygjur, sipp og svo ætla ég að berja Birgittu í spað á hverri æfingu :)
Hafið það gott í páskafríinu :) ég ætla að reyna það hérna ein í köben :) love you all soooo much :) en samt á mismunandi hátt skiljiði ;)
Myndin er af hjólinu sem ég ætla líklega að kaupa!! og koma með til Íslands :)